:: Tinna Huld ::

Dagb?k Tinnu Huldar
:: welcome to Tinna Huld :: bloghome | contact ::
[::..archive..::]
[::..recommended..::]
:: gestabókin [>]
:: mogginn [>]
:: plastic [>]
:: Bibbi [>]

:: Thursday, January 05, 2006 ::

Sæl öll sem ekki hafið gefist upp á að koma hingað í heimsókn sem eru eflaust örfá ef þá nokkur. Nú er staðan þannig að við erum flutt frá Egilsstöðum á Akureyri. Það gerðist í júlí í sumar. Við þokum okkur þannig nær miðju á milli ömmu og afa á Þórshöfn og ömmu og afa í Reykjavík. Við erum nokkuð sátt hérna. Ég er á Sunnubóli sem er leikskóli rétt hjá Múlasíðu þar sem við eigum heima núna og pabbi kennir við Síðuskóla sem er einnig í næsta nágrenni. Mamma er því miður ekki enn komin með vinnu en vonandi stendur það til bóta. Hún var náttúrulega í miklu námi fyrir áramót þannig að nú reynir fyrst verulega á atvinnumarkaðinn hér fyrir norðan. Ég er svakalega dugleg að tala og reyni að tala sem mest og sem oftast, stundum meira að segja þegar ég sef. Ég er líka orðin aðeins frekari en ég var áður þó það hafi kannski verið erfitt :-) .

Ég er líka alltaf að stækka en samt mætti ég alveg stækka hraðar. Ég er bráðum að fara í skólann hans pabba því að það er svo lítið sem ég á eftir að læra í leikskólanum. Ég kann eiginlega allt svona eins og pabbi minn... hann segist kunna allt .... Nú þarf ég bara að fara að skrifa og reikna. Ég kann alveg að lesa og syngja og teikna og rífa kjaft eða það sem unglingar gera almennt.

Á morgun fer ég til Reykjavíkur til ömmu og afa og frænkur og frændar fá einnig að berja mig augum ef þau vilja. Annars er allt í góðum gír nema kannski færslur inn á þessa dagbók.

Tinna Huld
:: Unknown 06:53 [+] ::
...

This page is powered by Blogger. Isn't yours?