|
:: Tuesday, April 05, 2005 ::
Jæja nú er ég mætt að nýju,
Síðan síðast hef ég verið veik og orðin hress aftur. Ég var veik í viku og átti afar bágt. Nú er ég eldhress og kát.
Ég, pabbi og mamma fórum á Akureyri um síðustu helgi og fórum að skoða fullt af íbúðum. Við skoðuðum 7 íbúðir og okkur leist ekkert á þetta til að byrja með. Fyrsta íbúðin var ekki með neina hjólageymslu auk þess sem margt þurfti að gera. Næsta íbúð var ógeðsleg einnig sú þriðja. Fjórða íbúðin var lítil en fullt af blómum og myndir prýddu hvern fermeter. Fimmta íbúðin var ansi lífleg en þar flugu fjórir stórir páfagaukar um stofuna auk þess sem risa gullfiskar syntu um íbúðina. Þetta leit illa út.
Sjötta íbúðin sló í gegn. Björt 4ra herbergja íbúð í blokk í Múlasíðu og einnig var sjöunda íbúðin sem var í raðhúsi í Grundargerði vænleg. Við buðum í Múlasíðuna og fengum. Jibbí
:: Unknown 07:52 [+] ::
...
|