:: Tinna Huld ::

Dagb?k Tinnu Huldar
:: welcome to Tinna Huld :: bloghome | contact ::
[::..archive..::]
[::..recommended..::]
:: gestabókin [>]
:: mogginn [>]
:: plastic [>]
:: Bibbi [>]

:: Saturday, March 12, 2005 ::

Jæja nú stend ég við stóru orðin og reyni að skrifa oftar.

Ég var eitthvað slöpp í dag og svaf lengi. Pabbi horfði á íþróttir á meðan alsæll yfir því hvað ég svaf vel og mamma var að læra úti í skóla. Ég held að þetta hafi verið gott fyrir alla. Núna í kvöld er ég t.d. mjög hress og skemmtileg. Reyni að klifra upp í hillur færi borð og stóla eins og ég fái borgað fyrir það og hlusta ekki á mömmu og pabba öskra og æpa á mig að hætta þessu því að pabbi er með rauðvínsglas og mamma að horfa á Gísla Martein. I couldn´t care less.

Pabbi og ég erum að halda upp á konudaginn í dag því pabbi var í Reykjavík þegar konudagurinn var. Ég ætla að gefa mömmu ís og pabbi eldaði grísahnakka og hafði grafinn lax í forrétt. Rauðvín dagsins var cote de Valdemar. Það er víst uppáhaldið hennar mömmu en ég fékk mér vatn sem er miklu betra en rauða vatnið hans Valda.

Jæja gaman að því að skrifa svona ört. Pabbi fer til Reykjavíkur á morgun og kemur á þriðjudag. Ég reyni að skrifa oftar... bæbæ
:: Unknown 11:47 [+] ::
...
:: Friday, March 11, 2005 ::
Tinna heiti ég enn og er búin að vera ansi löt að skrifa inn á bloggið mitt. Það hefur svo margt gerst síðan síðast að ég veit varla hvar ég á að byrja.

Ég hef því ritunina þar sem þeirri síðustu lauk.

Ég er búin að vera í leikskólanum Frábæ síðan í september. Þar er margt skemmtilegt gert og ekki skemmir fyrir að fóstrurnar eru alveg frábærar. Þær tóku mér mjög vel og eins ég þeim. Krakkarnir á Frábæ eru skemmtilegir en láta illa af stjórn. Ég er alltaf að reyna að ráða hver gerir hvað og hvenær en það fer enginn eftir því sem ég segi. Samt er ég orðin miklu duglegri að tala heldur en í september. Nú er ég orðin svo dugleg að tala að ég má varla vera að því að sofa á nóttinni því að mig langar að læra ný orð. Ég vek því mömmu og pabba reglulega til að læra ný orð. Oft eru það blótsyrði sem bylja á mér en stundum eitt og eitt orð sem er nýtt. Ég fer svo með þau í leikskólann og slæ um mig með nýjum orðum. Uppáhaldsorðið mitt þessa dagana er kall. Allir eru kallar og taka því misvel.

Ég hef gert fleira en farið á leikskólann. Ég fór norður til afa og ömmu um jólin og Doddi var þar líka. Ég fór í heimsókn til Soffíu, Jónasar og barnanna þeirra, Björgvins, Bóasar og Margrétar og var gaman að hitta þau eins og venjulega. Þegar við komum til baka á milli jóla og nýárs fór mamma aðeins í vinnuna og svo flugum við suður til afa og ömmu í Reykjavík. Þar gistum við í Ljósheimum í verkalýðsíbúð og horfðum á flugeldana úr glugganum á 5.hæð. Að vísu var ég sofnuð fyrir miðnætti en það var samt gaman. Við hittum fullt af ættingjum s.s. Fella og Svanhildi, Jón Þór og Dóru auk Erlu Daggar, Soffíu, Maríu, Eyju og Hildi. Einnig Dodda og Ömmu Soffíu, afa Didda, afa Jóa og ömmu Láru. Þetta voru ægilega miklar heimsóknir á fáum dögum.

Ég átti afmæli og fékk fullt af skemmtilegum gjöfum. Ég fékk Línu Langsokks dót frá mömmu og pabba, föt og leikföng frá ættingjum og vinum sem gott er að eiga. Ég er alltaf úti að leika mér í kastalanum sem er á leikvellinum við grunnskólann. Mamma og pabbi eru bæði svo lofthrædd (enda ægilega lítil) að þau þora varla með mér upp í kastalann þannig að þau bíða alltaf dauðhrædd fyrir neðan. Það er ofsalega fyndið að fylgjast með svipnum á þeim. Þau bíða skelfingu lostin eftir því að ég detti úr kastalanum en auðvitað passa ég mig og plata þau stundum með því að þykjast vera að detta. Ég er líka rosalega ánægð með fötuna mína og skófluna því að með því er hægt að moka öllum heimsins efnum upp í fötuna mína og fara með það í burtu.

Ég horði á lokaþáttinn af IDOL í gær með pabba, mömmu, Atla, Brynjari, Þóreyju og Snorra. Þórey vinnur með mömmu og þau Snorri eiga Atla og Brynjar. Það var voða gaman. Atli og Brynjar léku við mig allt kvöldið og ég fékk gulrætur og vínber með ídýfu. Ég fékk líka hamborgara og kók í kvöldmat. Þetta var voðalega skemmtilegt kvöld. Ég sofnaði ekki fyrr en hálf ellefu og var í rosa stuði alveg þangað til að Heiða tapaði en ég hélt með henni. Ég varð alveg brjáluð og ætlaði að hringja í Bubba og Siggu og Þorvald og skamma þau fyrir að vera svona hlutdræg í garð Hildar Völu sem var ágæt en ekki nærri eins góð og Heiða. Þau hrósuðu Hildi alltaf mikið en sögðu svo alltaf þið eruð báðar góðar við Heiðu. Algjört svindl.

Jæja nú er ég búin að vera þokkalega dugleg að skrifa og vona að svo verði áfram.

Munið að skrifa í gestabókina ef þið eruð ekki búin að gefast upp á að bíða eftir því að ég skrifaði hérna aftur.

Bless bless.
:: Unknown 02:59 [+] ::
...

This page is powered by Blogger. Isn't yours?