:: Tinna Huld ::

Dagb?k Tinnu Huldar
:: welcome to Tinna Huld :: bloghome | contact ::
[::..archive..::]
[::..recommended..::]
:: gestabókin [>]
:: mogginn [>]
:: plastic [>]
:: Bibbi [>]

:: Tuesday, April 06, 2004 ::

Jæja. FERÐASAGAN.

Ég og mamma og pabbi fórum frá Egilsstöðum laugardaginn 3. apríl. Við flugum til Reykjavíkur og fórum þar í fjölskylduferð um Öskjuhlíðina með Bíóvinum. Ég var hrókur alls fagnaðar þegar allir hittust en ákvað svo að sofa restina af ferðinni. Ég steinsvaf svo restina. Við fórum svo heim til ömmu þar sem Erla Dögg og María Ósk frænkur mínar voru að aðstoða ömmu við pössunina á mér enda er svo gaman í Reykjavík að það veitir ekkert af þremur til að passa mig. Mamma og pabbi fóru út að skemmta sér. Daginn eftir sunnudaginn 4. apríl þá fórum við að rúnta um bæinn. Við fórum í afmæli til Birgittu Árnadóttur í Hafnafirði. Eftir afmælið þá fórum við í matarboð til Fella frænda og Soffíu guðmóður minnar. Þar borðuðum við ekki bara heldur gisti ég hjá Soffíu og Maríu um nóttina. Fyrsta nóttin mín að heiman frá foreldrum og það var æði. Pabbi hélt ekki vöku fyrir mér með hrotum og ég svaf því eins og steinn. Að vísu fann Soffía ekki snuðið mitt strax um kvöldið þannig að ég byrsti mig aðeins.
Á mánudeginum þá fórum við í heimsókn í lífeyrissjóðinn þar sem mamma vann og einnig fórum við í búðir og fleira. Það var gaman og að því loknu fórum við mamma, pabba og María frænka í sund í Árbæjarlaug.
Magnea vinkona mömmu kom í heimsókn um kvöldið á meðan fór pabbi í golf...
Á þriðjudeginum áttum við að vakna klukkan fimm en ég var svo spennt að ég gat ekki beðið svo lengi þannig að ég vaknaði um þrjú og fór að berja á foreldrum mínum til að vita hvað klukkan væri. Ég gerði það í um það bil klukkutíma en þá datt ég út af aftur en var svo vakin stuttu síðar af frekar fúlum foreldrum. Skil það bara ekki eins og ég er yndisleg. Við drifum okkur til Keflavíkur þar sem flugvélin okkar var og biðum þar í tvo tíma. Það var sko allt í lagi það var svo margt fólk þar sem ég þekkti að ég var eiginlega bara í því að heilsa fólki í tvo tíma. Það heilsuðu mér margir til baka oh það var svo gaman í flugstöðunum. Við fórum svo í risa flugvél sem sagði búúúúú og þaut af stað. Við flugum til London og biðum þar í 3 tíma og þar var líka gaman því að ég kann nefnilega að segja hæ bæði á íslensku og á útlensku. Þar voru ennþá fleiri og þar heilsaði ég og heilsaði þar til ég fann til í raddböndunum. Englendingarnir heilsuðu mér líka til baka þannig að ég eignaðist fullt af vinum. Við flugum svo áfram til Þýskalands þar sem Gummi á heima og lentum í Frankfurt í enn stærri vél. Ég svaf aðeins í báðum vélunum en ekki þó svo mikið að ég gæti ekki spjallað við ferðafélagana. Þ.e.a.s. aðra en mömmu og pabba.

Þegar við lentum í Þýskalandi þá fengum við bílaleigubíl sem við keyrðum áleiðis til Malsch. Þá vorum við bara þrjú þannig að það var lítið gaman þannig að ég ákvað að sofa. Framhald síðar.
:: Unknown 06:07 [+] ::
...

This page is powered by Blogger. Isn't yours?