|
:: Thursday, March 18, 2004 ::
Hæ aftur.
Nú er ég orðin dugleg að skrifa. Ég er komin í pössun þessa dagana og er hjá Michelle og Bjarka manninum hennar alla daga vikunnar. Þar er voða gaman. Þau eiga Þorstein og við erum vinir. Ég fæ að ráða því sem ég vil ráða og hann fær að ráða því sem ég vil að hann ráði og hann heldur að hann ráði því sem hann vill ráða. Svona er að vera kvenmaður.
Ég var svo þreytt í gærkvöldi að ég gat ekki einu sinni drukkið úr pelanum. Ég sofnaði bara í fanginu á pabba og svaf á meðan hann setti mig í náttfötin og skipti á mér. Svo drakk ég smá úr pelanum áður en ég datt útaf aftur. Þetta var svakalegt. Pabbi er að fara enn einu sinni um helgina og ég og mamma verðum einar heima. Týra varð nefnilega eftir í sveitinni og verður þar þangað til að ég kem heim frá þýskalandi.
Þegar ég verð í bænum þá ætla amma, maría, soffía og Erla Dögg að passa mig. Ég hlakka sko til.
:: Unknown 07:12 [+] ::
...
|