|
:: Wednesday, October 29, 2003 ::
Sæl veriði
Jæja þá er Týra loksins komin aftur heim. Hún er búin að vera í sveitinni síðan í júlí að reyna að læra að smala og hún á víst að vera nokkuð góð í því.
Gunnar frændi í Holti kom með hana og var hjá okkur frá sunnudegi til mánudags og við fórum upp að Kárahnjúkum með hann til að sýna honum og sjá sjálf svæðið. Það var voða gaman.
Týra er nú svolítið skrítin hún hleypur um allt og geltir stundun. Ég er ekkert hrædd við hana eða svoleiðis ég bara held mig fjarri henni nema pabbi eða mamma eru nálægt mér. Ég þori líka alveg að snerta hana - smávegis. Hún er ekkert hrædd við mig heldur. Ég man voða lítið eftir henni. Þegar ég var lítil þá var ég alltaf að reyna að ná í skottið á Týru en hún fór alltaf í burtu. Núna reyni ég bara að koma smávegis við fæturna á henni eða við magann eða eitthvað og svo kippi ég hendinni til baka áður en hún bítur hana af. Týra er nefnilega stór og örugglega hættuleg. Hún stekkur upp á pabba og ætlar að éta hann en hann er svo stór að hún getur aldrei borðað hann allan í einu. Týra er skrítin á húðina. Hún er kafloðin og með ægilegan stóran kjaft. Huh.
Ég ætla að ná í skottið á henni seinna. En það er gaman að vera búin að fá hana heim og við ætlum að reyna að verða vinkonur.
:: Unknown 04:17 [+] ::
...
|