:: Tinna Huld ::

Dagb?k Tinnu Huldar
:: welcome to Tinna Huld :: bloghome | contact ::
[::..archive..::]
[::..recommended..::]
:: gestabókin [>]
:: mogginn [>]
:: plastic [>]
:: Bibbi [>]

:: Saturday, September 13, 2003 ::

Hæ,
Alltaf jafn löt að skrifa hérna. Þetta er alveg agalegt. Það er reyndar bara svo rosalega mikið að gera að ég gleymi þessu alveg. Hér eru sem sagt nýjustu tíðindi síðan í byrjun ágúst.

10. september fékk ég fyrstu tönnina mína. Pabbi rauk enn eina ferðina með skeið upp í mig og sló mig í góminn og hvað haldið þið... eftir um það bil 100 svona skipti heyrðist loksins hinn hreini tónn. DING, DING og pabbi ætlaði upp úr loftinu heima. Mamma varð líka ofsalega glöð og hlógu þau heilmikið. Mér fannst þetta nú ekkert fyndið svo sem. Hvað haldið þið að strákarnir segi þegar ég kem út með eina tönn. Þetta er ekki neitt til að hrósa sér af. Ég fer væntanlega ekkert út fyrr en ég fæ fleiri tennur. Afi Diddi sagði að hann hefði þekkt einn kall sem var bara með eina tönn og hann passaði hana alveg eins og gullstöng. Burstaði 5 sinnum á dag og gætti hennar eins og sjáaldur auga síns. Ástæðan. Hann notaði tönnina til að stilla vindilinn af í munninum. Ég ætla nú hvorki að reykja né láta þessa einu tönn nægja þó svo að afi segi að þetta sé alveg nóg. Afi er nú líka stundum klikk!! hehehe.
Mamma fór náttúrulega strax og keypti ægilega fallegan tannbursta handa mér sem leit mjög vel út í umbúðunum en ekkert vel þegar hann var rifinn upp, skellt upp í mig með sápu á endanum eða einhverju og munnurinn skrúbbaður eins og þegar mamma og pabbi þvo bílinn. Hann var miklu betri í umbúðunum. oj barasta.
Pabbi fór og keypti kopp handa mér um daginn og ég var nú ekki lengi að pissa í hann og svo kúkaði ég í koppinn 11. september. Það var skrítið. Og ég ætla ekki að gera það aftur. Maður fær ekki sömu þjónustu þegar maður kúkar í kopp og þegar maður kúkar í bleyju og upp á bakið á sér. Þá er maður strokinn hátt og lágt. Fer í ný föt og dekrað við mann á allan hátt en þegar maður kúkar í kopp þá er manni bara plantað beint á rassinn á ískalt plastílát og látin hanga þar þar til eitthvað skýst út úr manni. Maður verður bara að passa sig á því að vera búin að kúka áður en þau fatta að skella manni á koppinn. Ég vil frekar kúka í bleyjur, láta þetta svona líða hægt og rólega út úr mér frekar en kúka eftir pöntunum á koppinum.

Í dag fattaði ég eitt. Ég vil ekki fleiri tennur. Af hverju? Af því að þá missir maður þá sjálfsögðu þjónustu að fá matinn tiltugginn og lítt samansettan. Maður þarf ekki að tyggja eða neitt. Svo koma tennur og maturinn verður einhvern veginn harður og teygjanlegur og maður þarf að fara að hafa fyrir því að borða. Nei takk. Ég vil minn mat bara í vökvaformi og í smáum skömmtum þannig að ég geti bara opnað munninn og kyngt. Þetta að tyggja er óþarfa eyðsla á orku sem ég get betur nýtt til að vakna á morgnana til að orga og vekja pabba og mömmu (reyndar oftar bara mömmu). Einnig er kjörið að nota orkuna til að tyggja til að skríða, reyna að standa og ganga, að klípa í nefið á foreldrum mínum og til að brosa. Allt frekar en að tyggja.

Jæja. Allt gengur annars eins og í sögu hérna og fátt fleira að segja. Jæja okey. Í morgun fór ég full snemma á fætur (um 4 leytið) og vakti alveg til að verða níu. Ég var orðin ansi framlág um 8 og teygði mig helst til langt í átt að dótinu mínu og náði ekki. Afleiðingin var fyrsta sárið sem ég fæ og fyrstu blæðingarnar. hehe. Sárið er við augað en ég er svo mikill nagli að ég grét aðeins í 22 sekúndur og hef ekki minnst á þetta síðan. Ég ætlaði ekkert að segja hérna en pabbi stendur við axlirnar á mér og sagði að ég yrði að segja frá þessu. Jæja okey. 25 sekúndur. Ég ætla að segja myndina af mér þar sem ég er stórslösuð en ekki grátandi inn á netið alveg á næstunni. Kannski strax í næstu viku.

Lifið heil og skrifið í gestabókina en tengillinn er hér til hliðar.
:: Unknown 12:16 [+] ::
...

This page is powered by Blogger. Isn't yours?