:: Tinna Huld ::Dagb?k Tinnu Huldar | |||||||||
:: welcome to Tinna Huld :: bloghome | contact :: | |||||||||
|
:: Friday, August 08, 2003 :: Jæja mætt aftur og nýbúin. Ég meina ég er mætt aftur ein, ekki ég og nýbúi. Ég fékk geisladisk í gjöf frá Ottari Felixi Haukssyni frænda mínum um daginn. Þetta er geisladiskur með 22 ferðalögum og mér finnst alveg frábært að sitja á golfinu og hlusta á Magnús og KK syngja þessi lög. En ég geri nefnilega meira en að sitja og hlusta því að ég held að ég kunni alla textana og syng því með þeim félögum. Þetta eru skemmtilegir textar og ef ég man ekki alveg hvernig orðin eru sögð þá "mæma" ég bara eins og pabbi. Ég ætla að læra að spila á gítar þegar ég verð stærri og þá ætla ég að spila þessi lög og syngja. Ég vona að ég verði jafn góð og mamma að syngja en fái ekki söngröddina úr föðurættinni, kræst hvað ég vona það mikið. hehe. Vonandi lesa pabbi og afi ekki þetta því þeir halda að þeir kunni að syngja að ég tali ekki um föðurbræður mína. Þá er nú frekar breimið í kettinum hér við hliðina fallegt. Nú verða þeir alveg brjálaðir. hehe en ég er hvort eð er svo mikill stríðnispúki að það verður allt í lagi.:: Thursday, August 07, 2003 :: Sælar allar lesendur og aðrar endur. Nú er ég hamingjusöm. Ég er komin með bakpoka og get farið í bakpokaferðalög út um allt. Ég er líka dugleg við að fara í bakpokaferðalög. Þetta er nefnilega enginn venjulegur bakpoki heldur eru pabbi og mamma til skiptis með mig á bakinu í poka. Þetta er þess vegna n.k. ferðabakpoki fyrir Tinnu. hehe. Þau staulast með mig um allt og ég sit bara og spóka mig. Spjalla við fólkið sem að við mætum og horfi út um allt. Þetta er allt annað en að liggja í gluggalausum barnavagninum daginn út og inn. Þarna getur maður séð hve stór skallabletturinn á pabba er orðinn og finna hvernig hárið á mömmu smakkast. Þetta er alveg magnað. Ég heimta núna að fara alla vega einu sinni á dag út í bakpokaferðalag og það hefur alveg gengið eftir. Ég sá svolítið skrítið um daginn því að það var einhver sem elti mig og mömmu alla leið í búðina og til baka. Ég var alltaf að reyna að segja mömmu að passa sig (og mig) en hún sá aldrei þennan stórhættulega, skuggalega náunga sem elti okkur á röndum. Ég hélt að ég væri skyggn því að enginn sá hann nema ég. Ég hélt áfram að skeggræða þetta þegar við komum heim og mamma sagði mér að hann héti skuggi þessi kall sem elti okkur og væri oft á hælunum á fólki. Ég skal sko ná honum einhvern tíma og þá verðið þið fyrst til að frétta af því. Hann Skuggi skal bara halda sig heima hjá sér í Skuggahverfinu eða hvar sem hann býr.
|
||||||||
![]() |