:: Tinna Huld ::

Dagb?k Tinnu Huldar
:: welcome to Tinna Huld :: bloghome | contact ::
[::..archive..::]
[::..recommended..::]
:: gestabókin [>]
:: mogginn [>]
:: plastic [>]
:: Bibbi [>]

:: Tuesday, July 29, 2003 ::

Sæl verið þið og blessuð,

Nú er ég byrjuð að snæða almennilegan mat loksins. Eftir að hafa þurft að horfa upp á foreldra mína og aðra úða í sig kræsingar dag eftir dag og fá bara að drekka en ekkert borða var kominn tími til að ég fengi nú einhvern snæðing. Ég beið full tilhlökkunar þegar þetta var tilkynnt formlega og var það mun formlegra heldur en þegar ríkislögreglustjóri fékk formlega beiðni um rannsókn á olíufélögum en það er annað mál. Það var sem sagt formlega tilkynnt að nú skyldi ég fá að borða almennilegan mat. Ég gat ekki beðið eftir matnum og var alltaf að reyna að kíkja á eldavélina og sjá hvað væri í pottunum þegar ég yrði formlega tekin inn í matarmenningu Íslendinga. Ég varð ekki var við neitt á hlóðunum og var því orðin hálf undrandi á foreldrum mínum, hélt jafnvel að þeir hefðu gleymt að ég ætti að snæða mat. Mest langaði mig að fara að gráta en þá vissi ég að mér yrði komið fyrir í fanginu á mömmu og mér gefið að drekka enn einu sinni. Ekki að mér þykir mjólkin hennar mömmu vond heldur það að MIG LANGAR Í EITTHVAÐ MEIRA. Nú enn kíkti ég á hlóðirnar en sá ekkert. Mamma kom skælbrosandi með diskinn minn út úr eldhúsinu sem hlaut að vera tómur því ekki var kveikt á eldavélinni og mamma og pabbi voru ekki með sína diska. HVAÐ VAR AÐ GERAST!!! Mamma settist með skálina og ég settist í stólinn minn þar sem ég hafði hingað til setið og horft á aðra borða. Nú var eitthvað að gerast. Það var eitthvað í skálinni minni. HRÍSMJÖLSGRAUTUR. Ég fékk hrísmjölsgraut en ekki hamborgara eða fisk eða pylsur eða nautakjöt með bakaðri kartöflu. Ég fékk hrísmjölsgraut. Jæja ég fattaði strax að það var verið að prófa mig. Ég sullaði grautnum í mig og beið það hlaut að koma eitthvað annað á eftir eins og þegar mamma og pabbi borða stundum eitthvað áður en þau borða það besta. Ég fékk svo mjólk á eftir. Þetta var nú svolítið skrítið ég segi ekki annað. Dagarnir liðu og alltaf þraukaði ég hrísmjölsgrautinn í von um annað og betra. Loksins síðasta sunnudag kom nýi maturinn minn. Eftir langa mæðu og mikið þrekvirki af minni hálfu kom það sem ég var að bíða eftir eða það hélt ég að minnsta kosti. Pabbi og mamma voru spennt og sögðu mér að nú fengi ég eitthvað nýtt að borða og það yrði sko gott. UMMMMMM hvað ég hlakkaði til. Sunnudagurinn rann upp bjartur og fagur. Ég svaf morgundúrinn og kjölfar hans átti matarhátíðin miklað að eiga sér stað. Ég gat lítið sofið fyrir tilhlökkun og hljóp næstum inn um leið og ég vakanði og settist í stólinn minn og skellti skeiðinni í borðið og sagði "við viljum Vilko" eða þannig. Ekki fékk ég nú Vilko en torkennilegt sull á disknum mínum var ekki beinlínis girnilegt en ég ætlaði að borða það samt. Hvað var þetta? STAPPAÐIR BANANAR! Það átti ekki af mér að ganga. Hvar var nautakjötið eiginlega og bragðið af þessum bönunum var nú alveg hræðilegt. Ég gretti mig og geiflaði og spýtti út úr mér aftur. Eitt gott var þó við þessa stöppu og mjög jákvætt. Það er svo gott að dreifa henni um andlitið og í hárið og síðast en ekki síst er alveg frábært að frussa bönunum á pabba og mömmu.

Kveðjur úr sólinni hérna. Er að fara í sólbað.

Tinna Huld.
:: Unknown 04:58 [+] ::
...

This page is powered by Blogger. Isn't yours?