|
:: Tuesday, July 01, 2003 ::
Hæ, hæ,
Ég er núna orðin 5 mánaða og nokkurra daga gömul. Ég fór í 5 mánaðaskoðun um daginn og var orðin 61 cm og 6,18 kíló. Maður er alltaf að stækka og þyngjast. Þetta er rosalegt og þó hef ég ekkert borðað nema móðurmjólkina nema........... Í dag fékk ég í fyrsta sinn eitthvað annað en móðurmjólk því að mér var boðin þurrmjólk í dag en mér fannst nú móðurmjólkin betri. Í kvöld fékk ég svo graut sem var miklu betri og borðaði ég hann af bestu lyst. Ég held hreinlega að ég vilji bara fá meira af svona graut og kannski bara mjólkina hennar mömmu út á.
Ég er rosalega dugleg að reyna að tala en stundum styn ég bara og stundum góla ég eins og ég get. Það er alveg ótrúlegt hvað ég get orðið búið til mörg hljóð en það er skrítið hvað fáir skilja hvað ég er að segja. Ég hlýt eiginlega að hafa fæðst í vitlausu landi því það talar enginn sama tungumál og ég. Ég er samt að reyna að tala það sama og aðrir en er ekki alveg komin með það á hreint á hverju best er að byrja á. Ætli "mamma", "pabbi" eða hið sívinsæla "datt" verði ekki það fyrsta sem ég ákveð að segja. Ég læt vita af því hvað verður fyrir valinu.
Bið að heilsa öllum og endilega skrifið í gestabókina.
:: Unknown 12:40 [+] ::
...
|