:: Tinna Huld ::

Dagb?k Tinnu Huldar
:: welcome to Tinna Huld :: bloghome | contact ::
[::..archive..::]
[::..recommended..::]
:: gestabókin [>]
:: mogginn [>]
:: plastic [>]
:: Bibbi [>]

:: Thursday, June 19, 2003 ::

Jæja gott fólk,

Ekki er nú á allt kosið og því hef ég verið eilítið eða kannski frekar mikið á eftir með dagbókina. Dagbók stendur því varla undir nafni lengur heldur kannski má kalla hana þetta mánaðarlega.

Ég og mamma erum núna staddar á Þórshöfn þar sem ég er að hjálpa Afa og Ömmu að flytja á milli húsa. Þetta er agalegt puð og mikið að bera. Ég er algjörlega búin á kvöldin og sofna því fljótt og vel. Aftur á móti hef ég engan tíma til að sofa á daginn lengur því að einhver verður að stjórna flutningunum. Ég fer í skoðun á Egilsstöðum 26.júní þannig að ég fer að birtast aftur heima. Pabbi kemur í sveitina að sækja okkur aðeins fyrr og hjálpar okkur við að klára flutninginn ef ég verð ekki búin að koma öllu í hús. Það er fínt að vera í sveitinni en mikið væri nú gaman ef pabbi væri hérna hjá okkur. Týra er í sveitinni hjá Soffíu frænku og pabbi er því einn á Egilsstöðum og honum hlýtur að leiðast að hafa mig / okkur ekki hjá sér. Hann er eitthvað að pæla í að koma í dag hingað til okkar en í síðasta lagi á morgun held ég.

Í byrjun júlí fer ég til Reykjavíkur í fyrsta skipti síðan ég kom heim af fæðingardeildinni. Afi í Mosó og Amma í Breiðholtinu geta varla beðið eftir að sjá mig aftur. Einnig á ég fullt af frændum og frænkum sem vilja hitta mig og mamma og pabbi eiga líka vini í Reykjavík sem kíkja kannski á mig. Ég veit reyndar ekki hvar ég mun búa í Reykjavík þannig að ég get ekki auglýst hvar ég verð strax en það kemur bráðlega í ljós.

Jæja best að hætta núna og reyna að vera duglegri að koma inn og setja eitthvað af viti á vefinn.

Hafið það gott og endilega skrifið í gestabókina en þar hefur enginn skrifað mun lengur en hér.
:: Unknown 02:09 [+] ::
...

This page is powered by Blogger. Isn't yours?