|
:: Monday, June 02, 2003 ::
Hæ,
Nú er maður kominn endanlega heim á Egilsstaði með Týru. Ég er rétt aðeins að átta mig á því að ég á hund sem ég get tekið í og rifið í og klappað og barið án þess að hann geri neitt. Þetta er gaman. Ég horfi stundum á Týru í langan tíma þangað til við förum báðar að geispa. Hún er rosalega góð við mig og fer frekar heldur en að reiðast. Pabbi er alltaf að reyna að fá okkur til að leika en Týra er orðin svo gömul og heimarík að henni leiðist að leika við mig þannig að ég leik mér bara að henni.
Við erum að fá gesti á morgun og fleiri um helgina. Á morgun kemur frændi hennar mömmu og þá frændi minn líka hann Brynjar sonur Árna bróður mömmu. Það verður mikið fjör þegar hann kemur en lognmolla er eitthvað sem hann veit ekki hvað er. Á meðan hann er hérna fær hann kannski að passa mig eins og Margrét gerði í Garði. Um helgina kemur svo bróðir hans pabba, konan hans og tvær dætur, en Soffía önnur dóttirin er einmitt guðmóðir mín þannig að við hittumst loksins aftur. Það verður gaman hjá mér í þessari viku, allir að tala við mig og passa og allt. Við förum örugglega út að ganga og hver veit nema ég fái aðeins að sjá út. Stéttarfélagið sem ég ætlaði að stofna er ekki enn til enda eru ekki enn komnir gluggar á vagninn minn. Mamma fékk hins vegar körfu til að setja mig í og gengur með mig framan á sér alveg eins og þegar ég var inni í henni, nema að núna sé ég út.
Það er ákaflega gaman að vera framan á mömmu og gretta sig framan í alla sem maður sér. Það er sko lífið.
Kveðja af Héraði, og skrifið í gestabókina.
:: Unknown 03:24 [+] ::
...
|