|
:: Sunday, May 25, 2003 ::
Jæja, blessaðan daginn öll,
Nú er ég komin úr sveitinni en þar erum við mamma búnar að vera í rúma viku, komum í dag til baka. Það var mikið um að vera í sveitinni. Ég fór að horfa á sauðburð og mamma var að hjálpa kindunum að bera lömbin. Þetta var rosalega mikið umstang, fullt af fólki og allt. Langamma mín hún Sigga dó fyrir viku og við mamma fórum í jarðaförina hennar í gær. Það var margt um manninn í jarðaförinni og allir vildu tala við mig. Það vildi ég ekki og gargaði bara á þau sem vildu tala við mig. Ég er nú orðin hressari en læt enn heyra í mér og hafa fyrir mér. Týra kom með heim núna en hún er búin að vera í sveitinni. Ég er farin að kúka reglulega og hætt að koma með stórar kúkasprengjur. Ég sakna þess nú eiginlega því að það var oft gaman að reyna að hitta mömmu eða pabba. Ég verð 4ra mánaða á morgun eða 0,33 ára. Af hverju er ekki haldið upp á það eins og önnur afmæli. Í sveitinni fékk ég líka að brynna kindunum og gera við girðingar með afa, mömmu, Dodda og Jóni sem eru bræður mömmu. Þannig að það er ekki eins og ég hafi ekki gert neitt annað en skoða lömb, borða og kúka. Ég var eiginlega duglegust því að auk þess sem að ég gerði allt þetta þá bakaði mamma og eldaði en hún gerði það vegna þess að ég fékk hana til þess held ég. Ég var að passa Margréti frænku allan tímann sem ég var í sveitinni nema náttúrulega þegar ég var að borða, kúka, í girðingarbasli eða í sauðburðinum. Margrét er nokkrum árum eldri en ég svo ég skil ekki af hverju ég var að passa hana, kannski var hún að passa mig. Hún og ég erum rosalega góðar vinkonur þannig að kannski vorum við bara að leika en ekkert að passa hvora aðra. Það var örugglega þannig. Hún er skemmtileg og talar mikið við mig.
Ég ætla að setja myndir inn núna í vikunni, það er kominn tími til að fara að setja nýtt efni á heimasíðuna.
Munið dagbókina
:: Unknown 10:48 [+] ::
...
|