|
:: Saturday, March 15, 2003 ::
Sælt veri fólkið,
Nú er ég klædd og komin á ról að nýju. Ég er búin að vera svo upptekin þessa vikuna við að halda foreldrum mínum við foreldrahlutverkið og koma þeim í skilning um að þetta var það sem þau vildu og þar með eiga þau að fylgjast með mér allar þær mínútur sem ég er vakandi. Ef þau svo mikið sem líta á eitthvað eða einhvern annan þá læt ég heyra í mér. Þeim finnst þetta ansi lítið sniðugt hjá mér. Ég er svo hroðalega skipulögð - ætli ég hafi það frá pabba... Ég held ekki..- að ég er alltaf svo hress á morgnana og hjala þá við mömmu að hennar mati en ég er nú bara að tala málið sem ég bjó til sjálf. Ég segi stundum æ-i hvað ég vildi að ég ætti aðra foreldra en þá brosa þau bæði til mín og segja gúgú hvað þú ert dugleg að brosa og hjala. Í alvöru þá skilja þau mig alls ekki. Ég reyni og reyni að tala við þau en þau gúgúa mig endalaust og tala saman um mig FYRIR FRAMAN MIG OG HALDA AÐ ÉG SKILJI ÞAU EKKI. Hvað er eiginlega að gerast. Jæja ég kíkti í moggann í gær og ætlaði að reyna eins og pabbi að lesa moggann til að kúka betur en ég kúkti ekkert í gær. Það tókst ekki þó svo að pabbi geti helst ekki kúkað nema lesa moggann.. Þetta segir nú meira um hann en mörg orð. Mamma þarf ekki moggann og er líka helmingi fljótari en pabbi á klóinu. Ég fór líka að lesa símaskrána að leita að einhverju hagsmunafélagi fyrir börn en fann ekkert. Mér fannst það nú svolítið skrítið því að 25% Íslendinga eða meira eru börn og eiga ekkert hagsmunafélag. Hverjir eiga að berjast fyrir hagsmunum okkar. Ekki stjórnmálamennirnir því að við megum ekki kjósa. Ekki verkalýðsfélögin því að við borgum ekki til þeirra. Ekki foreldrarnir því að það eru helst þeir sem við viljum kvarta undan. En það er nú heppni að það eru kosningar í vor. Ætli maður geti kosið um foreldra. Kannski gæti ég skipt við einhvern krakka.
Stundum eru þó mamma og pabbi góð við mig og kyssa mig og kjassa. En það er nú oftast ef ég er ein hjá þeim og Týra er úti. Þá er ég góð því að það er enginn að keppa við mig um athyglina og þá eru þau góð því að ég er góð. Þetta er svona eitt leiðir af öðru dæmi. Auðvitað reyna þau að vera góð við mig og gera allt fyrir mig sem þau halda að ég sé að biðja um en stundum skilja þau ekki hvað ég er að segja.
Ég verð að hætta núna og vona að allt verði orðið gott næst þegar ég sest niður og skrái atburði liðinna tíma.
Munið gestabókina, það er allt of lítið skrifað í hana.
:: Unknown 02:55 [+] ::
...
:: Monday, March 10, 2003 ::
Góðan daginn.
Helgin sem leið núna síðast 7 - 9. mars var einhver sú rólegasta sem ég hef upplifað og ein sú allra skásta fyrir eyrun. Málið er það að pabbi fór með meistaraflokk kvenna hjá Hetti til Akureyrar og ég fékk að njóta þess að vera ein með mömmu. Týra fór líka í ferðalag en hún dvaldi um helgina á Þríhyrningi hjá afa og ömmu Soffíu, guðmóður minnar. Höttur tapaði báðum leikjunum á Akureyri. Þær hefðu unnið ef ég hefði fengið að koma með og spila. Annars er það að frétta að ég slapp vel við sönginn hjá pabba um helgina og náði að hvíla hljóðhimnurnar vel þannig að ég er komin með góða heyrn að nýju enda allt annað og betra að láta mömmu syngja fyrir mig en pabba. Munurinn er kannski helst sá að hann heldur að hann syngi vel en gerir ekki en hún syngur vel en fer ekki hátt með það. Alla vega þá er pabbi kominn heim aftur og það er náttúrulega bara gott svo lengi sem hann syngur ekki.
Ég hef verið svolítið löt við að fara inn á bloggerinn undanfarið en mun reyna að gera bót þar á. Þetta er svo ósköp þægilegt líf hjá mér að það gerist ekkert fréttnæmt nema endrum og sinnum. Þarna sjáið þið ég ætti að vera í skóla, búin að læra sinnum. En eftir á að hyggja þá hefur nú margt gerst. Ég tók mig til um helgina þegar heyrnin hafði náð upp dampinum og spjallaði við mömmu. Ég "hjalaði" segir hún. Hún getur bara sjálf hjalað mín vegna. Hvað svo sem hjal er þá var ég að tala en ekki hjala. Ég vona bara að mér hafi misheyrst enda eru þetta lík orð. Ég spjallaði sem sagt við hana á meðan pabbi var í burtu en hvað haldið þið. Þegar hann kemur heim og er búinn að knúsa mig þá á ég náttúrulega að fara að sofa, má ekki vaka og fagna pabba þó hann sé nýkominn heim. Jæja mamma fer með mig inn í herbergi og ætlar að svæfa mig og gengur ágætlega en kemur þá ekki pabbi alveg upp úr heiðskýrri þrumu og vill fá að svæfa mig. og hvað....fer að syngja eins og hann fengi borgað fyrir það og já. Hann fær það svo sannarlega borgað seinna. Þetta er ekki gleymt og ekki bara geymt heldur mannskemmandi.
Í dag var búið að snjóa töluvert hér heima á Egilsstöðum þannig að þegar ég fór út í kerrunni sem nota bene ER EKKI ENN KOMIN MEÐ GLUGGA þá þurfti að setja hana í fjórfótakerfið því að mamma og pabbi þurftu bæði að ýta mér í gegnum skaflana. Það var svo gaman að sjá hvernig þau urðu rauð í framan af áreynslu og ég held hreinlega að ég hafi fundið lykt af einhverju eftir þessa áreynslu ég segi nú ekki meira.. hehehe hver á að skipta á þeim, ekki ég. Jú ég meina auðvitað vil ég skipta á þeim og fá einhverja sem syngja betur.
munið gestabókina
:: Unknown 09:57 [+] ::
...
|