:: Tinna Huld ::Dagb?k Tinnu Huldar | |||||||||
:: welcome to Tinna Huld :: bloghome | contact :: | |||||||||
|
:: Friday, February 21, 2003 :: Góðan daginn, það er nú meira veðrið úti núna. Það er víst alltof hvasst til að ég fái að fara út en ég fékk að fara út í gær með mömmu og pabba og Týru. Við gengum hring um Egilsstaði en ég veit eiginlega ekki til hvers því að ekki eru enn komnir gluggar á vagninn minn. Mér finnst líklegt að mamma og pabbi væru búin að skipta um bíl ef það væru ekki gluggar á þeirra kerru en nei ég má una mér í glugga-, útvarps- og miðstöðvarlausri kerru þegar ég á að fara að rúnta. Þetta er hvorki sniðugt né löglegt og hvað með siðferðið þetta eru nú spurningar sem ég ætla að senda á umboðsmann alþingis og umboðsmann barna þó svo að ég sé ekkert barn en þá er hann samt að vinna við svona eitthvað. Ég ætla að klaga mömmu og pabba fyrir að leyfa mér aldrei að sjá út. Mamma er orðin rosalega góð við mig heima og leyfir mér að hafa drekkutíma þegar ég vil og er það miklu betra heldur en að þurfa að drekka á einhverjum vissum tímum því að þá get ég verið annað hvort sofandi eða að kúka. Ég man það nú eins og gerst hafi í gær hvað ég svaf og kúkaði mikið þegar ég var lítil. Ég gerði næstum ekki neitt annað og get nú ekki annað en brosað að því í dag því að nú er ég hætt að sofa jafn mikið á daginn en kúka samt alveg jafn mikið ef ekki meira. Í dag t.d. þá er ég næstum búin að vaka frá klukkan 10 í morgun og búin að kúka að minnsta kosti tvisvar stórt og svo eitthvað smá á milli. Ég veit samt ekki hvort ég ætli að vaka svona mikið á daginn. Það er ekkert spennandi í sjónvarpinu og mamma og pabbi eru vakandi með mér þannig að þetta fer voða lítið í taugarnar á þeim. Ég held að það sé betra að vera vakandi seint á kvöldin en best á nóttinni. Ég stefni á að vaka svolítið meira á nóttinni þegar þau vilja sofa. Þá fæ ég rosalega athygli og Týra er sofnuð og allir hugsa um mig. Það er alveg frábært.:: Thursday, February 20, 2003 :: Jæja blessað veri fólkið...:: Tuesday, February 18, 2003 :: Jæja ég er mætt!!! :-) Svaf svo vel í nótt og í gærkvöld að ég varð bara að komast í tölvuna. Ég er reyndar ekki búin að fara út enn en mamma er alltaf að tala um það en veðrið er aldrei nógu gott :-( Ég heyrði að mamma kallaði mig grjónið sitt nokkrum sinnum og svo sá ég grjón í gær og hvað haldiði ég móðgaðist ekkert smá.. Þó að ég sé lítil þá er ég nú stærri en grjón. Ég held að hún ætti frekar að kalla mig hraðsuðuketilinn eða eitthvað því að við erum svipuð á hæð.... Ég verð nú líka að segja að ég er að fara á spítalann á morgun að athuga hjartsláttinn. Ég held að það sé eitthvað út af því að ég brenn ekki nógu miklu. Það hlýtur eiginlega að vera það því að ég fitnaði um 400 grömm á 10 dögum um daginn eða ca. 40 grömm á dag. Og þar sem að ég fæ ekki að fara út þá kemst ég ekki í ræktina til að ná þessu af mér. Ég held að foreldrar mínir séu eitthvað klikk svona eins og Rómverjarnir hans Ástríks. Þau dæla í mig mjólk og það er sko engin léttmjólk eða fjörmjólk heldur er góður skammtur af rjóma í mjólkinni minni. Svo kemur ljósmóðirin aftur á fimmtudaginn og þá skal ég... ég skal vera búin að léttast. Ég þoli ekki að fitna svona agalega. Svo er alltaf verið að taka myndir af mér og þar kemur nú greinilega í ljós hvað er að gerast... ég segi nú bara ekki meira...:: Monday, February 17, 2003 :: Nú er kominn mánudagur í mann því helgin er liðin. Ekki skrapp ég nú á ball þessa helgina en það stendur þó allt til bóta ÞEGAR ÉG FÆ LOKSINS AÐ FARA ÚT ÚR HÚSI. Ég er orðin nokkuð góð í því að hvíla mig á daginn og vera svo eldhress á kvöldin. Mamma er ekki orðin nærri því eins góð í þessu og ég. Hún vill fara að sofa þegar ég er loksins að hressast. Hún vill náttúrulega að ég sofni á sama tíma og hún en mér finnst það nú frekar asnalegt að allir þurfi að sofa í einu og læt hana sko vita af því. Ég veit líka að bestu þættirnir í sjónvarpinu eru seinast á kvöldin. Ég er náttúrulega búin að skoða sjónvarpshandbókina margoft enda ekkert annað að gera því að EKKI FÆ ÉG AÐ FARA ÚT. Afi og amma eru farin aftur á Þórshöfn. Þau fóru í brjáluðu veðri. Ég hefði alveg viljað fara með þeim því að þá hefði ég orðið að fara út úr húsi. Ég er reyndar búin að fá nýjan fjölskyldumeðlim því að hún Týra er komin aftur til að vera. Það er alveg frábært að vera komin með systur og geta talað við einhvern annan en pabba eða mömmu sem aldrei leyfa mér neitt. En hvað haldið þið... Týra var ekki búin að vera nema í nokkrar mínútur hérna heima áður en pabbi fór með hana út að hlaupa.. Ekki fór hann með mig... nei það var ekki hægt. Ég er ekkert svekkt..eða þannig... og ekki nóg með það heldur fór hann aftur í gær með hana út og ekki einu sinni og ekki tvisvar heldur þrisvar og er búinn að fara með hana einu sinni í morgun... Hvenær ætli komi röðin að mér.. Skólastjórinn hlýtur að fara að undrast um mig. Ég er ekki enn mætt í skólann, aðallega vegna þess að útgöngubannið er svo strangt á mér. Ég er farin að halda að eini möguleikinn minn á að komast út úr húsi er að hann komi og sæki mig í skólann. Ég hlakka ekkert smá til að byrja í skóla... En hann kom nú í heimsókn um helgina og ég minnist þess ekki að hann hafi rætt við mig um skólavist.. Ætli hann sé eitthvað hættur við. Ætli mamma og pabbi hafi gabbað hann til að skrá mig seinna í skóla... Jæja best að fara að athuga þessi mál.. sjáumst síðar....
|
||||||||
![]() |