:: Tinna Huld ::

Dagb?k Tinnu Huldar
:: welcome to Tinna Huld :: bloghome | contact ::
[::..archive..::]
[::..recommended..::]
:: gestabókin [>]
:: mogginn [>]
:: plastic [>]
:: Bibbi [>]

:: Saturday, February 15, 2003 ::

Nú er aftur komin helgi og enn streyma gestirnir til mín og færa mér gjafir. Þetta er bara næstum eins og Jesus forðum þegar vitringarnir færðu honum gjafirnar. Hingað koma vitringar dag eftir dag og gefa mér eitthvað sætt. Í dag kom meira að segja skólastjórinn í skólanum hans pabba og gaf mér bók, kjól og sokka. Konan hans hún Veiga kom líka og Birta Brá, Diljá og Breki, börnin þeirra. Pabbi er að kenna Birtu og Diljá. Aðalbjörg mamma Markúsar sem pabbi kenndi í fyrra kom svo stuttu seinna og gaf mér kross, rosalega flottann. Síðast en ekki síst og já fyrst komu þó afi og amma frá Þórshöfn. Þau komu í hádeginu og það er sko gott að sofa hjá þeim. Þeim finnst ég æðisleg...hehe. En þau komu þó ekki ein því að stóra systir hún Týra kom líka og ég sá hana í fyrsta sinn. Þetta er sko frábær systir, hundur. Við eigum sko eftir að bralla margt. Hún byrjaði á að sleikja á mér hendurnar og svo fékk ég að lúra á henni. Hún ætlar örugglega að passa mig vel.. Hún er náttúrulega orðin svo gömul en hún er svaka falleg enda fallegasti hundur á Egilsstöðum. Hún á meira að segja verðlaunaskjal til að sýna það ef þið trúið því ekki. Nú er komin mynd af mér með Týru á netinu þannig að þið getið séð hvort að það er svipur með okkur.
Jæja best að fara að láta ömmu og afa stjana við mig... sjáumst síðar.
:: Unknown 11:15 [+] ::
...
:: Thursday, February 13, 2003 ::
Dagur er að kveldi kominn og nú er mál að fara að sofa. Ég var vigtuð í dag og reyndist vera orðin 4 kíló. Þessi aukakíló ætla ekki að hætta að koma. Það stefnir í óefni... Nú er mál að linni. Ég verð orðin 6 kíló áður en ég veit af og þá segi ég hingað og ekki lengra nei ómöglega takk þett´er alveg passlegt.... Ég vakti svolítið lengi í dag og voru pabbi og mamma alltaf að reyna að láta mig sofna en ég vildi vaka og já takk ég er þrjóskari en þau og náði að halda mér vakandi lengi í dag.. setti met eins og pabbi mundi segja. Ég fékk Lillý og Höllu dóttir hennar í heimsókn í dag og þau gáfu mér rosalega flott leikfang og regnstakk en pabbi segir að það rigni svo mikið hér að ekki veiti af að fá fína regnflík. Ég fékk ekki að fara út í dag þannig að ég svaf, kúkaði og drakk einn daginn í viðbót... Bið að heilsa og nú fer ég að laumast út eina nóttina ef ég fæ ekki að fara út öðruvísi...
Heyrumst...
:: Unknown 15:34 [+] ::
...
:: Wednesday, February 12, 2003 ::
Það er kominn miðvikudagur og ég er búin að bíða síðan á mánudag eftir að ljósmóðirin komi og vigti mig. Ég held að ég sé að braggast alveg gífurlega vel en betur má ef duga skal. Ég vona samt að ég sé ekki yfir kjörþyngd. Hvað ætli stelpurnar í saumó segi þá!!! Það verður að passa línurnar.... skal ég segja ykkur. Annars er allt fínt að frétta nema hvað haldið þið.. ég fæ ekki enn að fara út úr húsi og mamma og pabbi eru undrandi þó að ég kvarti stundum. Hvað ætli það sé gaman fyrst að hanga inni í mömmu í 9 mánuði og loksins þegar ég kem í heiminn er manni haldið inni í einhverjum steinkumbaldi í marga, marga daga. Ég kúka nú bara á svona framkomu. Má ég þá frekar biðja um tjald og smá útiveru en þennan steinkassa. Ég hef reynt að vera hress á daginn svona til að blanda geði við mömmu og pabba en þau vilja alltaf svæfa mig strax aftur. Auðvitað get ég sofið, hvað annað fæ ég svo sem að gera hérna megin við húðina á mömmu. Ég get sofið, kúkað og hlustað á tónlist. Ég vona svo sannarlega að ljósmóðirin fari að hressast og koma í heimsókn til mín og komi vitinu fyrir foreldra mína. Þetta gengur ekki lengur...
Jæja best að kúka og sofna...

Kveðjur úr steinhúsinu á Egilsstöðum (eða ég held að ég sé þar...fæ náttúrulega ekki að fara út)
:: Unknown 15:30 [+] ::
...
:: Monday, February 10, 2003 ::
Nú er helgin liðin og ég hef enn ekkert farið út. Þetta er nú meira lífið. Það var nú samt ansi gaman um helgina með alla þessa gesti og allir svo góðir við mig. Ég þarf ekki að kvarta. Í gær, sunnudag, var ég orðin 2 vikna gömul og mér finnst það nú ansi mikið. Ég hef til dæmis aldrei verið 2 vikna áður!! Ég fór um alla íbúðina í gær til að gá hvort að það væru fleiri gjafir handa mér einhvers staðar en ég var víst búin að opna þær allar þannig að ég sofnaði fljótt og vel og mig dreymdi að ég væri agalega fín, komin í öll nýju fötin og jafnvel orðin keisari. Þetta var fínn draumur. Nú er ég svo þreytt að ég held að ég sofi bara í alla nótt nema náttúrulega þegar það er drekkutími. Ég verð þá eldhress á daginn. Ég vona að það komi fleiri í heimsókn því að þá er ég ekki bara með mömmu og pabba. SVO VIL ÉG LÍKA FARA ÚT BRÁÐUM.

Endilega skrifið í Gestabókina
:: Unknown 08:21 [+] ::
...

This page is powered by Blogger. Isn't yours?