:: Tinna Huld ::Dagb?k Tinnu Huldar | |||||||||
:: welcome to Tinna Huld :: bloghome | contact :: | |||||||||
|
:: Saturday, February 08, 2003 :: Jæja. Loksins er komin helgi. Ég hef haft það alveg ægilega gott í dag. Margir hafa komið í heimsókn til mín t.d. vinnufélagar mömmu sem vinna á bæjarskrifstofunni, þau Kristrún, Stefán, Hulda, Ingigerður og Guðmundur sem kom með konunni og Pétri 5 ára. Það var gaman að fá þau í heimsókn og þau gáfu mér þennan líka fína stól. Svo komu Doddi og Blædís með ógurlega fín föt handa mér og Siggi og Sibba með húfu og vettlinga sem eru svaka sæt. Fúsi og Stefanía ásamt dætrum gáfu mér náttföt í Liverpool litunum en ég ætla nú samt ekki að halda með Liverpool. Dætur þeirra útbjuggu fallegt kort sem þær gáfu mér með. Þetta var heljarinnar veisla og svaka gaman.... Ég er heppin að eiga svona marga vini strax. Og foreldrar mínir heppnir hvað ég er vinsæl því þá koma fleiri í heimsókn til þeirra. Ég vona bara að þetta haldi svona áfram þá verður svaka gaman alltaf... Ég framleiddi töluvert sinnep í dag í tilefni þess að veisla væri í bígerð... Ég er svaka dugleg að búa til sinnep... Ætli það sé franskt?:: Friday, February 07, 2003 :: Ég vil bara minna á Gestabókina:: Thursday, February 06, 2003 :: Jæja þá er kominn fimmtudagur og alltaf verður maður eldri og eldri. Eitt breytist þó ekki mér finnst enn agalega gott að kúka. Ég náði þremur ef ekki fjórum slettum í dag og var nokkuð sæl með það. Ég náði líka að æla á öxlina á pabba og er það í fyrsta skipti sem ég hitti, en ég er búin að reyna nokkrum sinnum. Þetta var góð gusa og næstum því ofan í hálsmálið hjá honum. Gengur betur næst. Annars er það helst að frétta af mér að öðru leyti að ég svaf vel í dag til að hvíla mig fyrir nóttina en ég held nefnilega að mamma og pabbi séu orðin helst til örugg með að ég sofi allar nætur. Ég er mikið að spá í að vaka í nótt og leyfa þeim að kynnast því af nokkurri alvöru hvað þau eru komin út í. Nú fer að nálgast að Týra stóra systir mín komi úr sveitinni en hún er búin að vera þar í pössun síðan mamma og pabbi fóru til Reykjavíkur. Ég hlakka til að sjá hana og vona að hún gelti ekki mikið á mig...:: Wednesday, February 05, 2003 :: Góðan daginn... Ég er aldeilis búin að vera hress í dag... Það hefur verið svo mikið að gera hjá mér við að sofa og vakna að ég hef næstum því gleymt að kúka en.... bara næstum því. Auðvitað varð ég að setja smávegis í bleyjuna til að foreldrarnir hefðu eitthvað við að vera. Mamma stakk af í vinnuna eftir hádegi akkúrat þegar ég ætlaði að fara að borða og pabbi hafði engan mat þannig að ég ákvað að reyna að kalla á hana alla leið upp á bæjarskrifstofur en pabbi hélt bara fyrir eyrun. Ég held að það hafi tekist því að hún kom alveg klyfjuð af mat örstuttu seinna og gaf mér að borða... Ég var sett í bað í fyrsta skipti í dag við lítinn fögnuð minn. Ég reyndi eins og ég gat að sleppa en það var hægara sagt en gert. Mamma og pabbi þurftu að hjálpast að við að baða mig því að ég barðist hetjulega og sofnaði strax að baðinu loknu því að þau ætluðu að reyna að tala við mig en ég ákvað að það væri betra að sofna í stað þess að lenda í einhverjum samræðum við þau. Ég þarf að koma mér upp einhverri áætlun ef þau skildu ætla að reyna þetta aftur. Fyrir utan allt annað þá var ég alls ekkert skítug.... Ég fékk nýjan kjól í dag frá bróðir hans pabba sem er ansi sætur. Kannski ég fari í hann þegar ég útskrifast úr menntaskóla en það hlýtur að vera bráðlega því að skólastjórinn í skólanum hans pabba var að spyrja hvort að ég kæmi ekki bráðlega í skólann. Þetta hlýtur að þýða að ég byrji í skólanum innan stundar. Það er bara eftir að kaupa skólatösku og nestisbox og svo get ég eiginlega bara farið....:: Tuesday, February 04, 2003 :: Í nótt ákvað ég að halda mig við þá áætlun sem kviknaði hjá mér í gærkveldi þegar foreldrar mínir vildu ekki leyfa mér að horfa á Law and Order á Skjá einum. Áætlunin var sem sagt að vakna á tveggja tíma fresti og heimta mat og kúka.... Þetta gekk mjög vel og í morgun voru pabbi og mamma eins og nýdregin upp úr rúminu eftir vikufyllerí.. hehe.. Í dag hef ég svo enn einu sinni séð mér þann kost vænstan að sofa mest allan daginn. Mamma fór í skólann og pabbi fór á fund en ég þarf að hanga heima og gera ekki neitt nema sofa, kúka, ropa, pissa, drekka og prumpa. Þetta er allt of sumt sem ég fæ að gera. Og hver kallar þetta eitthvað líf ég bara spyr... Vonandi fæ ég að gera meira á morgun... Ég fékk í dag rosalega flott föt frá Birni frænda mínum og Hildi konunni hans. Ég var rosaleg gella í þeim en fékk náttúrulega ekki að fara út til að sýna vinkonunum þau... svindl:: Monday, February 03, 2003 :: Jæja. Þá er þessi dagur að líða undir lok. Loksins skipti pabbi á skítableyju og það frekar tveimur en einni. Enginn hefur komið að skoða mig síðan ég kom heim og mér er nú aðeins farið að leiðast það að vera dottin úr sviðsljósinu. Það var nú ansi skemmtilegt þegar ég var nafli alheimsins. Foreldrar mínir eru eitthvað orðnir þreyttir á sýningunum og ákváðu að ég yrði ein með þeim þessa fyrstu viku. Mér finnst það ekkert gaman. Ég vil fá meiri athygli. Ég ákvað þess vegna að fara í verkfall og sofa í allan dag nema þegar ég vaknaði til að kúka bara fyrir mömmu og pabba. Ljósmóðirin kom í dag og viktaði mig og ég er eitthvað farin að þyngjast. Ætli maður verði ekki sett í megrun bráðlega. Konur mega ekki þyngjast er mér sagt. Ég var orðin 3,6kg. Sem er allt of mikið. Nú neita ég að drekka nema gerilsneydda og fitusprengda mjólk. Annars er kominn snjór úti en ég fæ ekki að fara á sleða eða skauta. Pabbi og mamma eru ekki búin að kaupa sleðann eða skautana. Ég er ekkert smá fúl út í þau. Ég skal ná mér niðri á þeim seinna. Ég verð bara að hanga inni og gera ekki neitt.... Jæja ég er búin að kúka á meðan ég var að slá þessu inn þannig að nú fer ég að sofa... Góða nótt sjáumst á morgun:: Sunday, February 02, 2003 :: Í dag er ég vikugömul. Ég vakti af því tilefni allt heimilisfólkið klukkan 3 í nótt og ákvað að sofna að því loknu. Ég fékk svo smá magakveisu og gekk allt niður úr mér í bleyjuna. Ég lét vita af því klukkan 7 í morgun og ákvað þá að það væri kominn tími til að fá nýja bleyju. Pabba leist ekkert á þessa kúkableyju og mér fannst það frekar fyndið hvernig hann gretti sig. Ég svaf svo til 11 og þá vildi ég fara að horfa á handbolta frá HM í Portúgal því að vinur hans pabba Gummi Hrafnkels er að keppa. Pabbi og mamma litu eitthvað vitlaust í sjónvarpshandbókina og missti ég því af upphafi leiksins. Ég fór í fýlu og ákvað að kúka aftur í bleyjuna finnst að þau hlustuðu ekki á mig þegar ég var að reyna að segja þeim að kveikja á sjónvarpinu. Ég vakti svo alveg til klukkan 16:30 því að það var svo margt að skoða þegar maður kemur heim í fyrsta sinn. Skoða húsið og snjóinn fyrir utan. Ég sofnaði svo þangað til úrslitaleikurinn í HM byrjaði en var svo sybbin að ég datt út af aftur og vaknaði bara rétt til að borða (drekka) kvöldmatinn. Ég ætla að sofna bráðum til að vera hress í nótt...
|
||||||||
![]() |